62. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 30. ágúst 2016 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:07
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:15
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:36
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Höskuldur Þórhallsson boðaði forföll.
Brynjar Níelsson vék af fundi 09:40.

Nefndarritarar:
Elín Valdís Þorsteinsdóttir
Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:26
Fundargerðir 53. - 55. fundar voru samþykktar.

2) Meðferð mála innan stjórnsýslunnar Kl. 09:00
Á fundinn kom Arngrímur F. Pálmason og gerði grein fyrir sjónarmiðum varðandi meðferð sinna mála fyrir dómstólum og innan stjórnsýslunnar.

3) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna Kl. 09:35
Tillaga formanns um að afgreiða álit nefndarinnar samþykkt með fyrirvara um athugasemdir sem kunni að berast í dag.

Nefndin fjallaði um erindi Samtaka stofnfjáreigenda Sparisjóðs Bolungarvíkur. Samþykkt að senda Samtökunum bréf um að málið verði að leysa fyrir dómstólum.

4) 681. mál - ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:45
Formaður upplýsti að Árni Páll Árnason og Birgir Ármannsson væru með drög að umsögn til utanríkismálanefndar í vinnslu. Fyrirhugað að taka málið fyrir á næsta fundi.

5) Önnur mál Kl. 09:46
Tillaga formanns um orðalagsbreytingar á umsögn til allsherjar- og menntamálanefndar um 659. mál, meðferð sakamála (skilyrði fyrir beitingu símahlustunar) samþykkt.

Formaður gerði grein fyrir efni næstu funda og að fyrirhugað væri að halda opinn fund með umboðsmanni Alþingis vegna skýrslu hans fyrir árið 2015.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:48